

Um helgina fórum við betri helmingurinn í ferðalag til Akureyrar. Það var gaman. Við gerðum fátt hámenningarlegt, en spókuðum okkur í bænum, fórum á kaffihús og í búðir. Að sjálfsögðu fórum við í Frúna í Hamborg og Fröken Blómfríði, en það hljóta að vera skemmtilegustu búðirnar norðan heiða. Í síðarnefndu búðinni fann ég þessa yndisfögru skál. Litirnir og formið örguðu á mig: Beta Beta!Skálin appelsínuhressa er vestur þýsk, framleidd af Bay Keramik um miðja síðustu öld. Ég er feikn lukkuleg með hana og hún með mig.
Friður, ást og frjálst hár.














