


Árangurinn má sjá á myndunum. Lampinn hangir nú hinn rólegasti og bíður sófasettsins sem bráðum kemur heim.
Fylgist með, fylgist spennt með.





Ó, ég er svo happí með þetta veggskraut úr keramiki! Eiginlega er varla hægt að kalla þetta óróa, af því að það er bara glerungur öðrum megin á plötunum, en einhver órói er þarna samt.
Nú er ég endanlega orðin trítilóð. Keypti hálfrar aldar gamalt sófasett í stíl við blómavasana sem ég hef sankað að mér. Sófasettið var í sjálfu sér ekki mjög dýrt, en það kostar hvítuna úr augunum að láta gera það upp (lofa myndum síðar, sem ég heiti Beta Berndsen).
Nýi gamli sófinn er enginn klumpur, heldur nettur og þægilegur. Blessunarlega laus við fjögrametra feita arma og gagnslausa hlunkatungu. Hann er passlegur.