Tuesday, January 10, 2012

Fimm fræknir




Mig langaði svo að líða eins og allt væri með felldu í lífi mínu smástund og ákvað því að brjótast í ófærðinni í nytjamarkað Samhjálpar. Dró betri helminginn með mér á éppanum, við böðluðumst gegnum skafla og hríð. Og komum að læstum dyrum því Samhjálp hafði lokað vegna veðurs. Fuss!

Við ákváðum að gefast ekki upp og rétt náðum inn í Skútuvog hjá ABC fyrir lokun og þar fann ég þessa fimmmenningaklíku. Sjaldan séð krúttlegri eggjabikara, svei mér þá. Þeir eru merktir Embee Products, framleiddir í Bretlandi.

Hjá ABC fann ég líka ýmislegt fleira, t.d. IRA dunk, Erik Kold dollu og risastóran og feitan vestur þýskan vasa.

Ef væri ég trúbador syngi ég Það er gohott að gramsa ...

P.S. Hér er rétt að minna á að hjá Dísu og Betu er aldrei lokað vegna ófærðar.

4 comments:

  1. Nú er ég forvitin, hvað er IRA dunkur??? Tæplega geymsla fyrir írska lýðveldisherinn eða..

    ReplyDelete
  2. Gullfallegir bikarar! Skemmtilegt að sjá þá svona ofan frá (eða neðan frá, ef þeir hanga öfugir í loftinu...).

    Gaman væri að sjá myndir af dúk og vasa...

    ReplyDelete
  3. Mikið eru þeir dásamlegir! Og Kold dolla er nú ekki slæmur fengur heldur. En ég tek undir með Ellu, hvað er IRA dunkur (nenni ekki að gúggla)?

    ReplyDelete
  4. Ira voru súpermarkaðir í Danmörku, svipað og Irma (ef mér skjátlast ekki). Þessar verslunarkeðjur fengu listamenn til liðs við sig til að hanna kaffidunka, kannski einn á ári eða eitthvað, og dunkarnir eru síðan orðnir safngripir. Mynstrin og lögunin er afar ólík, ég á tvo dunka sem væri nú gaman að sýna ykkur við tækifæri:) Þórdís var með einn um daginn til sölu, hann er hér: http://eigulegt.blogspot.com/2012/01/malmdos-ira.html

    ReplyDelete