
Um daginn fann ég þessa fallegu blómamynd á nytjamarkaði, ramminn og glerið voru svo krímug að varla sást í blómin. Ég hélt þetta væri prentuð mynd en þegar ég tók hana úr rammanum sá ég að hún er máluð og signeruð. Aftan á myndinni er miði með ágætum skýringum á rússnesku. Mér þætti fengur í að vita hvað stendur á miðanum, en kann ekkert í rússkí. Þigg gjarnan hjálp, ef hjálp er að fá meðal lesenda minna (allra fimm).
Svo ég vaði nú úr einu í annað. Hjólaði áðan niður í bæ í rigningunni og kom við í Rokki og rósum. Er að leita mér að kjól fyrir brúðkaup dóttur minnar í sumar, ætlaði að hafa tímann fyrir mér svo ég yrði ekki í stresskasti á síðustu stundu.Held að þessi græni kjóll með fislétta sjiffonpilsinu og dásamlega fóðrinu (ólýsanlegt á litinn, sanserað dumbfjólublátt) sé kjóllinn. Fyrir móður brúðarinnar.
Nú vantar mig sjal, grátt eða silfurlitt, lekkert og þunnt sem köngulóarvef. Ég á nefnilega skæslega silfurskó.
Fyrsta orðið er borg: DNEPROPETROVSKA. YCCP er USSR. Annað getur Arnaud víst ekki aðstoðað með.
ReplyDeleteSumsé, borgin og svo List-framleiðsla og svo samsett. Svo kemur eitthvað sem við googletranslate skiljum ekki, gæti verið fyrirtækjanafn, USSR.
ReplyDeleteTakk, Kristín. Þetta er fróðlegt!
ReplyDeleteListframleiðslusmiðja (eða eitthvað slíkt) Dnepropedrovsk á vegum listasjóðs USSR (þ.e. sovétlýðveldið Úkraína). Svo kemur eyðublaðið: Heiti verks: [skil ekki skrift], Stærð verks: 20x30, Smásöluverð: 5,60,
ReplyDelete1975, Tsaritsanska tip[ografía?] 3, Nr. 4498. Upplag: 10 þúsund (sýnist mér)
Kærar þakkir, Aðalsteinn:)
ReplyDeleteEkkert að þakka. Sýnist undirskriftin vera V. Tezia - sem væri óvenjulegt eftirnafn en skv. Google er slíkt ættarnafn til.
ReplyDeleteMér finnst ótrúlega grúví að kunna rússnesku, vildi að ég skildi eitthvað í þessu fallega máli.
ReplyDeleteLike the dress very much, did you sew it yourself!?
ReplyDeleteThanks! I bought the dress second hand and am planning to wear it at my daughter´s wedding:)
ReplyDelete