Sunday, May 13, 2012

Rauður minn er sterkur stór



Ég er með dellu fyrir gömlu dóti. Um það þarf ekki að efast. Sambýlismaður minn elskulegur umber delluna í mér af ójarðneskri þolinmæði, þess vegna er ég með dellu fyrir honum líka. Og það þrátt fyrir að hann sé yngri en ég (enda gilda aðrar reglur um karlmenn en blómavasa).

Við Hjálmar fórum í Hús fiðrildanna í gær og þar keypti hann handa mér glæsilega rauða gólfvasann sem sjá má á myndunum hér að ofan. Þetta er stærsti vasinn í safninu mínu, vestur þýskur Bay í óaðfinnanlegu standi, 41 leirsentimetri af heybabbelúlla-sjísmæbeibí.

Og ekki nóg með það heldur gaf hinn gaurinn sem ég bý með, Matti miðjubarn, mér rauðar rósir í dag.

Lífið verður nú ekki mikið betra skal ég segja ykkur.

5 comments:

  1. Þessi vasi passar svo vel í þessu horni - hann hefur pottþétt verið ætlaður þér! Já, blessuð börnin eru yndisleg ;-)

    ReplyDelete
  2. það var svona blár og jafn stór Bay í GH í vikunni, brotið úr kanti og búið að líma...550 kr.

    ReplyDelete
  3. Takk Garún:)

    Helga, ég er kannski eitthvað biluð en ég lít ekki við brotnu keramiki, finnst það bara ekki það sama.

    ReplyDelete
  4. heyrðu, ég fann svona leirdisk eftir kjarval í húsi sem ég var að kaupa, rosa flottur rauður með andlitum, og merktur 53 að aftan, vitið þið nokkuð hver gæti viljað eignast þennan einstaka disk? :)

    ReplyDelete