Saturday, August 20, 2011

Skál fyrir dans

Snotur skál. Finnst mér. Hún er frekar lítil, kannski dvergspönn í þvermál. Fann hana í Góða í gær.

Iðandi dansmúv horfinna tíma. Grænt, gult, brúnt og órans.

Mig hefur alltaf langað að vera týpan sem segir órans, en satt að segja er ég alin upp í Kópavogi og segi appelsínugult.






Leirinn er dökk- rauðbrúnn. Mig grunar að þessi skál gæti verið íslensk, en hún er ómerkt.




Á svölunum mínum er líka litadans.

2 comments:

  1. Litagleðin allsráðandi inni og úti ;-) Falleg skál og falleg blóm.

    ReplyDelete
  2. Mig hefur eiginlega aldrei langað til að segja órans enda alin upp fyir norðan. Það kemur hins vegar stundum fyrir að ég segi árans en þá er ég sjaldnast að hugsa neitt um liti.

    ReplyDelete