Saturday, September 3, 2011

Kópavogsmarkaður

Sérdeilis góður dagur í dag. Hann hófst á indælu morgunverðarboði hjá fyrirmynd minni og uppáhalds dótabloggara, henni Þórdísi. Síðan lá leiðin á markað í gamla heimabænum, Kópavogi. Hamraborgin er rislítill miðbær, en þessi markaður var flottur og blés lífi í malbikssteypuumhverfið. Það sem gerði markaðinn öðrum betri var auðvitað veðrið, og svo tónlistin. Slatti af fólki að spila og syngja (áhugaverð kakófónína á köflum) og skælbrosandi eldri borgarar að sýna dans (allir í fantasveiflu og eins jogginggöllum). Vildi að ég hefði tekið myndavélina með, þetta var svo skemmtilegt.

Á efstu myndinni má sjá megnið af því sem ég keypti. Einna ánægðust er ég með vandaða ítalska leðurtösku (1000 kr.).
Þessar desertskálar eru fagurgrænar og þar af leiðandi velkomnar á heimilið.
Íslenzkar kvenhetjur, útg. 1948. Frábær titill, hlakka til að glugga í þessa skruddu.
Royal Copenhagen Fajance kertastjakann keypti ég af fyrrum samstarfskonu minni, henni Gunnhildi. Mér finnst hann svaka fallegur.
Og svo enn einn blómapottinn, ég á orðið laglegt safn. Þetta er stór koparpottur, últra svalur (kr. 300).

Eftir markaðsgramsið lá leið okkar Hjálmars í Kost, þar sem við keyptum allskonar skrítinn mat, t.d. kanilséríós, kókos m&m og hnetusmjörsnammi. Síðan fórum við heim og ég bjó til rabbarbarasultu og rifsberjahlaup. Osom.

Lifi Kópavogur.

Smá viðbót: Samkvæmt netrannsóknum er kertastjakinn blái hannaður af Berte Jessen fyrir Royal Copenhagen á sjöunda áratugnum.

6 comments:

  1. Ég hefði drepið mann fyrir þennan Royal Copenhagen-stjaka. Ég ákvað að nenna ekki að fara því ég er komin með ógeð á þessum fatamörkuðum sem íslenskir flóamarkaðir eru. Sennilega voru það mistök.

    ReplyDelete
  2. Þetta voru 99% föt. Ég var heppin:)

    ReplyDelete
  3. What a wonderful group of purchases. The Royal Copenhagen candleholder is so beautiful - I had this one for a while - it is worth quite a lot too - it sold for $175AU !

    ReplyDelete
  4. Sweet Jesus! I have no intention of selling it, I love that piece. But now I feel a bit guilty about the low price I got it for, because the one who sold it to me is an acquaintance of mine (and she asked for a very low price so I shouldn´t feel guilty, I guess).

    ReplyDelete
  5. Vá, hvað þetta er fínt. Ég er mjög hrifin af grænu desertskálunum.
    Á mörgum flóamörkuðum hér í Parísarumdæmi er í raun farið að banna föt. Það var t.d. tekið fram á markaðnum sem ég tók þátt í. Svo var hvíslað að manni að maður mætti svo sem alveg skella einhverjum flíkum upp, og þá sérstaklega í lok dags. Ég furðaði mig á þessu, en skil núna, líklegt að sama þróun hafi verið í gangi hér, að markaðirnir hafi verið að breytast í fatamarkaði.

    ReplyDelete
  6. Grænu skálarnar eru einmitt franskar, Kristín:) Og já, mér sýnist alveg stefna í að allir markaðir hér verði fatamarkaðir, því miður.

    ReplyDelete