Wednesday, September 14, 2011

Stella Rörströnd

Í gær lagðist ég í flandur, fór í Góða og Samhjálp. Á fyrrnefnda staðnum rakst ég á nokkra Rörstrand diska, bæði matar- og fylgidiska, úr Elisabeth seríunni sem ég skrifaði um um daginn. Var bara býsna roggin eftir þann happafund.

Síðan lá leiðin í Samhjálp og hvað haldiði að hafi beðið mín þar? Sænskir englar syngjandi! Næstum heilt Annikustell! (Endilega smellið á myndina hér að ofan til að líta dýrðina augum).
Hér sit ég með rörströndina í hálsinum og strýk stellið mitt fína.

2 comments:

  1. Ja hérna hér! Ekkert smáræði. Mamma hefur áhuga á einhverju úr Elísabetu, en ég geri ekki ráð fyrir að þú sért að selja nokkuð af því ennþá. Bara svona ef einhvern tímann þú eignast tvennt af einhverju, geturðu hugsað til hennar, en ég lofa að fylgjast líka vel með á Dísu og Betu:) KJ í París.

    ReplyDelete
  2. Tja, ég tími eiginlega ekki að selja neitt af nöfnustellinu. Takk fyrir plöggið á síðunni þinni!

    ReplyDelete