Monday, July 11, 2011

Elisabeth, Rörstrand og ég

Ég hoppaði hæð mína í loft upp (inní mér) þegar ég kom auga á þennan leir í Góða. Rörstrand og nafna mín í þokkabót, því þetta stell heitir Elisabeth, hönnuður Marianne Westman. Stellið var framleitt hjá Rörstrand á árunum 1969-81.
Fékk tvær könnur, stóra og litla, og eitt mót með loki (eða súpuskál). Þetta lítur allt út eins og nýtt, nei, betur! Og litirnir hreinlega gæla við limbíska systemið í mér...


Þó að ég hafi farið í Góða í þetta skiptið til að leita að eldhúskollum og enga fundið, er ég ekkert spæld.

8 comments:

  1. nauh, svona var til heima hjá okkur, reyndar ekki stærri kannan, og svo stell í stíl!

    ReplyDelete
  2. Könnur / eldhúskollar. Hver er munurinn?

    ReplyDelete
  3. Kristín í ParísJuly 13, 2011 at 11:28 AM

    Það er til slatti af þessu stelli heima hjá mér, var fína stellið alla mína æsku. Mamma er farin að nota það hversdags, komin með blåkant í fína skápinn.

    ReplyDelete
  4. Ekki veit ég hvernig stell blåkant er, hmmm...

    ReplyDelete
  5. Kristín í ParísJuly 14, 2011 at 7:39 AM

    Það er svona: http://porcelaensbutikken.dk/group.asp?group=2160

    ReplyDelete