Sunday, July 10, 2011

Bleiksaft

Flóamarkaðurinn í Norðurmýri fór fram í einmuna blíðu í gær. Gestir gengu prúðir um garð Þórdísar og Snæbjörns, skoðuðu allskonar dót, ræddu málin og dæstu í sólinni. Enginn löggumann var á svæðinu til að slá tölu á flóafólk, en víst er að býsna margir lögðu leið sína í Norðurmýrina.

Mér fannst þetta allt saman fruntalega skemmtilegt. Keypti glæsilega silfurskó og seldi 7 kg af dóti. Eitthvað svo dásamlega rökrétt að láta hlutina ganga aftur, aftur og aftur. Gott fyrir okkur, jörðina og karmað.

Í dag hef ég verið að bústanga með rabbarbara. Bjó til saft sem er óumdeilanlega bleik og glösin sem ég keypti í Góða fyrir nokkrum vikum eru ákjósanleg undir hana. Finnst mér.

6 comments:

  1. Thank you for commenting in my blog! :) the "saft" on the picture makes me thirsty.. Nice blog u have!

    ReplyDelete
  2. Svo sammála þér Beta, þetta var fruntalega skemmtilegt (hvað er annars fruntur...?). Hefði viljað skoða meira hjá þér í rólegheitunum. Verður bara næst.

    ReplyDelete
  3. Thanks Frida:)

    Guðrún, það kemur markaður eftir þennan...og ég hef ekki grænan grun hvað fruntur eru. Kannski landbúnaðarafurð?

    ReplyDelete
  4. fæ ég að smakka saftina í næstu heimsókn?

    kv. Tóta

    ReplyDelete