Þessi brúni stjaki greip athygli mína hjá kristniboðunum um daginn. Hann stóð sótugur innan um blómapotta og allskonar drasl og lét ekki mikið yfir sér. Stjakinn er með gróp í botninum fyrir venjuleg löng kerti en einnig má setja í hann sprittkerti, m.a.s. sverari sortina því hann er nokkuð stór (miðað við litla stjaka).
Merkingin á botninum fannst mér eitthvað kunnugleg þótt ég kæmi henni ekki fyrir mig strax.
Hún minnti á þrjá fiska og með hjálp netsins komst ég allfljótt að því að stjakinn er danskur, ættaður úr leirgerð Micael Andersen á Bornholm (búinn til á 7.áratugnum). Marianne Starck er skrifuð fyrir hönnuninni ef marka má ágæta umfjöllun hér. Fiskarnir eru raunar síldar, enda alkunna hversu hrifinn Danskurinn er af silfri hafsins í munn og maga.
Já og svo vil ég minna á Flóamarkaðinn fína, laugardaginn 9.júlí í Norðurmýri.
Held ég tími ekki fuglakertastjakanum en mögulega verður þessi rumpufagri Bay vasi (frá 6. áratugnum) til sölu.Nema við verðum komin í gasalega náið tilfinningasamband, vasinn og ég, þá vil ég auðvitað eiga hann sjálf.
Flottur vasi. Þessi flóamarkaður á eftir að setja mig á hausinn.
ReplyDeleteMig líka.
ReplyDelete