Thursday, September 8, 2011

Tveir feitir og einn hippi

Langt síðan ég hef gramsað, kannski heil vika. Maður hemur sig af illri nauðsyn, t.d. þarf maður að vinna, elda, vaska upp, hanga í tölvu, erindrekast, fara í búðir og klippingu. En það er alveg ljóst að innst inni er ég meiri gramsari en amstrari.
Arkaði (í ömurlegum sokkabuxum og pilsi en það er önnur saga) í Góða eftir vinnu og fann þessa fjóra gripi. Skæslegan breskan seventís bakka, á lúnum miðanum stendur (sýnist mér) Worcester Ware. Svo keypti ég þessa feitu vasa, mjög sennilega vestur þýska, og eitt lítið Arabia kertastjakakríli.
Gaman. Að vera til og allt það.


Viðbót: Þessir vasar eru frá austur þýsku verksmiðjunni VEB Haldensleben, að því ég frómast veit.

2 comments:

  1. Það er gaman, gaman. Flottur hippabakki og vasarnir líka. Er meira efins með kertastjakakrílið, kannski nýtur það sín alls ekki nógu vel með þessum voldugu og litríku vösum. Kristín í París.

    ReplyDelete
  2. Já, stjakinn er dálítið út úr kú og líka fókus, en ég lét hann samt fylgja með.

    ReplyDelete