Tuesday, September 13, 2011

Baunin með lampann

Loksins er hann kominn með höfuðfat, litli sæti tekklampinn sem ég keypti á útimarkaði í Hafnarfirði í sumar. Var búin að leita og leita en fann hvergi skerm sem hægt var að festa beint á peruna (og hæfði lampanum). Næstum allir nútíma skermar eru festir á perustæðið, hljóta að vera einhverjar skermlægar öryggisreglur sem hafa breytt þessu.

Skerminn fína lét ég búa til í Litla skermahúsinu á Grensásvegi, þar er öndvegis skermagerðarkona sem kann sitt fag (held hún sé sú eina hér á landi sem hefur lært þessa list sérstaklega).

Við hlið lampans má sjá Bitossivasa sem ég keypti um daginn. Voða retró og krúttlegt allt saman.

5 comments:

  1. Fokk! Alveg nákvæmlega eins vasi og ég á. Við getum opnað safn. Ítalskur er hann en ég er ekki viss um að þetta sé þvottekta Bitossi.

    ReplyDelete
  2. Nú þurfum við að leggjast í rannsóknir. En vasinn er fallegur, hvað sem faðerni hans líður.

    ReplyDelete
  3. Sjáðu hér: http://www.bokklubben.no/SamboWeb/bareSide.do?dokId=550645

    ReplyDelete
  4. Þú smellir fjórum sinnum á "næstu síðu" þegar þú ert komin á síðuna sem ég vísa á hér að ofan.

    ReplyDelete
  5. Takk Ella, flottar hugmyndir þarna:)

    ReplyDelete