Vasinn er ómerktur, eins og mér finnst glermunir yfirleitt vera, þannig að ég veit ekkert um aldur, framleiðanda eða annað. Ímynda mér að hann sé ítalskur. Af því bara.
Tuesday, November 30, 2010
Vasi
Vasinn er ómerktur, eins og mér finnst glermunir yfirleitt vera, þannig að ég veit ekkert um aldur, framleiðanda eða annað. Ímynda mér að hann sé ítalskur. Af því bara.
Sunday, November 28, 2010
Ó, Amberína...
Skálin er úr svokölluðu amberínu gleri, eftir því sem ég kemst næst og nokkuð stór, eða 18 sm há. Amberínu gler var upphaflega búið til í New England Glass Company í BNA 1883 og má lesa nánar um það hér.
Thursday, November 25, 2010
Vex
Magn í eina fötu (10 lítra).
Nota skal 3-4 kúfaðar matskeiðar (eftir því hve tauið er óhreint) fyrir þvott í bölum eða í suðu. Ef þvegið er í vélum, skal nota 2-3 matskeiðar.
Vex er bezt
einnig í hörðu vatni í þvottavélina, til hreingerninga, til uppþvotta.

Fyrir tæpum 30 árum, þegar ég bjó í Vesturbænum, keypti ég þennan þvottaefnispakka hjá kaupmanninum á horninu. Mér fannst pakkinn bæði forn og skondinn, og gaf fyrir hann 15 krónur. Svo notaði ég aldrei þvottaefnið, tímdi því eiginlega ekki, þótt lítið vit sé í að taka ástfóstri við þvottaefnispakka. Löngu eftir kaupin komst ég að því að hinar barnungu fyrirsætur á bakhlið pakkans eru systkinin Jón frændi (í rauðri skyrtu) og Steinunn frænka (í gulum kjól).
Eftir þriggja áratuga sambúð með mér, og langa myrka fortíð þar á undan, er pakkinn lúinn en heillegur. Gat er milli augna konunnar á framhliðinni (við skulum kalla hana Dóru). Það kom fyrir slysni, og út rann hvítt duft (natriumperborat, polyfosföt, CMC og ljósvirk bleikiefni).
Vex er efni sem aldrei bregzt.
Nota skal 3-4 kúfaðar matskeiðar (eftir því hve tauið er óhreint) fyrir þvott í bölum eða í suðu. Ef þvegið er í vélum, skal nota 2-3 matskeiðar.
Vex er bezt
einnig í hörðu vatni í þvottavélina, til hreingerninga, til uppþvotta.
Vex er efni sem aldrei bregzt.
Wednesday, November 24, 2010
Skál í virkinu
Tuesday, November 23, 2010
Platti
Stundum spyr ég sjálfa mig: Hver er tilgangurinn með plöttum í þessu jarðlífi? Þá sjaldan maður er virtur svars hljómar það iðulega eitthvað á þessa leið: Ekki spyrja mig.
Þessi hressi platti var keyptur í Góða hirðinum fyrir stuttu og er merktur svona á bakhlið:
Fyrst Japanir hafa búið til keramíkplatta, gæti verið einhver tilgangur með þeim.
Neðri plattann fann ég á tombólu fyrir mörgum árum, innan um sjúskaðar barbídúkkur, straujuð perluhjörtu og beyglaðar niðursuðudósir.
Ef marka má Þórdísi, fyrirmynd mína og leiðtoga í gramslegu líferni, er hann gjörður á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Plattar eru ekki allir eins. Þeir geta verið kringlóttir eða ferkantaðir, þykkir eða þunnir. Stundum veit ég ekki hvort ég held á platta, flís eða diski, alltaf svolítið spennandi móment. Grams er gott og platti skemmtilegt orð.
Neðri plattann fann ég á tombólu fyrir mörgum árum, innan um sjúskaðar barbídúkkur, straujuð perluhjörtu og beyglaðar niðursuðudósir.
Subscribe to:
Posts (Atom)