Sunday, February 27, 2011
Sænska krúttið
Goggulugú
Við Hjálmar höfum verið að fara í gegnum dót sem fósturmóðir hans átti, en öndvegiskonan Rósa lést 6.janúar síðastliðinn, 93 ára gömul. Eftir að ég kynntist Rósu skildi ég betur hvað það þýðir að vera "ern", en hún var alveg skýr í kollinum fram á síðasta dag. Mér fannst mikið til hennar koma.

Meðal fátæklegra eigna Rósu var þessi bísperrta og hressa hanakanna. Einhvern veginn finnst mér að svona könnur hafi verið til á öðru hverju sveitaheimili fyrir norðan og ímynda mér að farandsali fullur af eldmóði hafi sannfært bændur um ágæti og þénugheit hanans.
Stimpillinn á botni könnunnar er ólæsilegur að mestu, en gaman væri að vita hvort einhver kannist við könnu á borð við þessa.
Neðsta myndin er af Rósu í eldhúsinu á Hraunbraut, þar sem hún bjó í tæp 40 ár. Ef vel er að gáð má sjá hanakönnuna uppi í hillu.

Viðbót 28.2.
Hann Emil hjá Bohemiabloggen benti mér á uppruna hanakönnunar - takk Emil! - en hún er kennd við Ditmar Urbach og búin til í Tékkóslóvakíu heitinni. Mér skilst að þessar könnur hafi verið framleiddar í kringum 1930, en af einhverjum orsökum gekk mér ekki nógu vel í gúggllistinni til að fá nákvæmar upplýsingar. Fann samt fullt af fallegu dóti eftir Ditmar kallinn, t.d. þetta hér.

Viðbót 28.2.
Hann Emil hjá Bohemiabloggen benti mér á uppruna hanakönnunar - takk Emil! - en hún er kennd við Ditmar Urbach og búin til í Tékkóslóvakíu heitinni. Mér skilst að þessar könnur hafi verið framleiddar í kringum 1930, en af einhverjum orsökum gekk mér ekki nógu vel í gúggllistinni til að fá nákvæmar upplýsingar. Fann samt fullt af fallegu dóti eftir Ditmar kallinn, t.d. þetta hér.
Sunday, February 13, 2011
Vættir
Eftir að hafa skafið mestu drulluna af bakkanum, sá ég að tarna var virkilega snotur gripur og hef passað vel upp á hann síðan. Hef ekki hugmynd um hvað hann er gamall nákvæmlega, eða hver bjó hann til, en íslenskur hlýtur hann að vera. Mér hefur löngum þótt sérstakt hvað Austurland er klesst, rétt eins og drekinn hafi tyllt sér eldsnöggt í það óþægilega sæti, stungið sig á fjallstindi og flogið skrækjandi upp aftur.
Saturday, February 12, 2011
Voffvoff, segir Tampopo
Bónusgelgjan á heimilinu segir að ég megi passa mig ef ég vilji ekki enda sem einmana kelling strjúkandi postulínsdýrunum sínum og talandi við þau. Það sem þessum unglingum dettur í hug!
Wednesday, February 2, 2011
Bikarapar
Á ferðum mínum um Las Palmas rakst ég á búð í anda Góða hirðisins, sem gaman var að gramsa í (allavega þegar ég komst yfir mestu bakteríu, flóa- og lúsahræðsluna). Partnerinn, sem er allvel mælskur á spænska tungu, segir að þessi tiltekna búð afli fjár til að styrkja "fallnar konur". Gott með það.
Innan um ljótt leirtau og voðalegt rusl, rakst ég á þessa eggjabikara, úr viði og keramiki. Nokkuð snotrir félagarnir, og hafa þeir nú fengið hælisvist á Íslandi.
Verð bikaranna alls: € 1
Verð bikaranna alls: € 1
Subscribe to:
Posts (Atom)