Þó að ég hafi farið í Góða í þetta skiptið til að leita að eldhúskollum og enga fundið, er ég ekkert spæld.
Monday, July 11, 2011
Elisabeth, Rörstrand og ég
Þó að ég hafi farið í Góða í þetta skiptið til að leita að eldhúskollum og enga fundið, er ég ekkert spæld.
Sunday, July 10, 2011
Bleiksaft
Mér fannst þetta allt saman fruntalega skemmtilegt. Keypti glæsilega silfurskó og seldi 7 kg af dóti. Eitthvað svo dásamlega rökrétt að láta hlutina ganga aftur, aftur og aftur. Gott fyrir okkur, jörðina og karmað.
Í dag hef ég verið að bústanga með rabbarbara. Bjó til saft sem er óumdeilanlega bleik og glösin sem ég keypti í Góða fyrir nokkrum vikum eru ákjósanleg undir hana. Finnst mér.
Thursday, July 7, 2011
Flóamarkaður í Norðurmýri
Þennan krúttþrútna Haldensleben vasa fann ég í dag, hann er pínulítill (u.þ.b. 10 sm hár) en bætir það upp þvervegis. Um daginn hitti ég stóra bróður hans í Góða hirðinum, en það var obbulítið brotið upp úr fætinum á honum, þannig að ég leyfði honum að fara á annað heimili.
Maður er orðinn svo vandlátur, sjáiðitil.
Dönsk hönnun höfðar oft til mín og gladdist ég þegar þennan Digsmed ostabakka rak á fjörur mínar.
Plastkúpullinn ber fortíðina (hálfa öld) þreytulega á herðum sér en trébrettið er annars í toppstandi.
Og tekkhnappurinn á kúplinum er algjör dúlla.
Ég er búin að æfa mig að segja Digsmed með rosalegum kokframburði og hlakka til að leyfa hverjum sem heyra vill, heyra afraksturinn af þrotlausum framburðaræfingum.
Þó að ég fari nú ekki oft í nytjamarkaði til að skoða föt, fann ég mig knúna til að kaupa sölukonulegan kjól. Bláa kjólinn atarna fann ég hjá trúboðunum og verð að játa að mér fannst hann dýr. 1500 krónur takk fyrir. En fínn er hann og tel ég víst að hann muni ljá mér virðulegan blæ.
Friday, July 1, 2011
Fuglar og fiskar
Merkingin á botninum fannst mér eitthvað kunnugleg þótt ég kæmi henni ekki fyrir
Hún minnti á þrjá fiska og með hjálp netsins komst ég allfljótt að því að stjakinn er danskur, ættaður úr leirgerð Micael Andersen á Bornholm (búinn til á 7.áratugnum). Marianne Starck er skrifuð fyrir hönnuninni ef marka má ágæta umfjöllun hér. Fiskarnir eru raunar síldar, enda alkunna hversu hrifinn Danskurinn er af silfri hafsins í munn og maga.
Já og svo vil ég minna á Flóamarkaðinn fína, laugardaginn 9.júlí í Norðurmýri.
Held ég tími ekki fuglakertastjakanum en mögulega verður þessi rumpufagri Bay vasi (frá 6. áratugnum) til sölu.
Subscribe to:
Posts (Atom)