Saturday, February 18, 2012

Appelsínuleir og gler

Já, þessi vasi er risastór (35 sm hár) og appelsínugulur. Hann á ættir að rekja til vestur þýska framleiðandans Steuler. Ég borgaði heilan 5 þúsundkall fyrir vasann, enda er vasablætið alveg að fara úr böndunum. Brátt verð ég á götunni fyrir sakir hömluleysis í leirkaupum.

Appelsínuyndið kaldastríðs keypti ég í Húsi fiðrildanna, gramsilegri búð í heimahúsi á Hörpugötu. Margt fínt að sjá, þótt eigi jafnist á við Flóamarkað Dísu og Betu (það gerir vitaskuld engin verzlun).

Í dag þrammaði ég líka í Kolaportið og fann þar Holmegaard kertastjaka, hann er nú eitthvað fyrir augað, ha?

3 comments:

  1. Vasinn er töff mikil ósköp, en seinni myndin af stjakanum er mjög flott.

    ReplyDelete
  2. Takk! Hann er flottur þessi stjaki - glerið leikur í birtunni eins og vatn.

    ReplyDelete
  3. Steuler is really a good company, besutiful vase!

    ReplyDelete