Tuesday, February 28, 2012

Tveir vasar og annar úr gleri


Hér er mættur enn einn kaldastríðskallinn, VEB Haldensleben (framleiddur í Austur Þýskalandi). Hann spilar græna etýðu með tilbrigðum við ljós.


Og halló, hér gefur að líta glervasa sem mér þykir æ meira varið í. Keypti hann fyrir margt löngu hjá Búkollu uppi á Akranesi. Elskulegur partnerinn gefur mér stundum túlípana og vasinn ósamhverfi fer þeim vel. Jarðnesk fegurð er ekkert endilega verri en himnesk.

Auk þess minni ég á Flóamarkað á Eiðistorgi þann 3.mars nk., þar verða Dísa og Beta með horn, hala og klaufir, spúa eldi og gleypa sverð. Missið ekki af því.

2 comments:

  1. Ég geri fastlega ráð fyrir að vera föst yfir hljóðprufum, umstangi og sem almennur ,,beauty slave" þann þriðja, en ég mæti ef ég kemst frá

    ReplyDelete
  2. Oh, takk fyrir að segja þetta með veraldlegu fegurðina. Mér líður miklu betur - var nefnilega að þurrka af og fékk nett efakast um geðheilsu mína og hlutadýrkun. Ég var annars alveg viss um að leirvasinn væru tveir, og svo væri glervasinn auka. Falleg þessi litasymfónía.

    ReplyDelete