Wednesday, February 1, 2012

Blái TékkinnÍ dag var ég heppin. Tók stuttan skrens í Góða og hitti þennan fagra bláa vasa, rétt eins og við hefðum mælt okkur mót. It was meant to be. Ég þóttist þekkja handbragðið og flýtti mér að fletta upp eftir að heim var komið. Vasinn er tékkneskur frá því snemma á áttunda áratugnum úr Flora línunni hjá Prachen, eftir glerlistamanninn František Koudelka.

Á heimili mínu býr einmitt bróðir bláa vasans, þessi föli með rauðu skellunum. Einu sinni vissi ég ekkert um hann, eins og sjá má hér. Ekki fyrr en Bóhemíabloggarinn fræddi mig um Koudelka. Svona er maður alltaf að læra eitthvað nýtt (um gamalt).

Og þessi blái vasi gleður mig meira en orð fá lýst.

P.S. Munum eftir skransölunum Dísu og Betu sem eru alltaf eitthvað að bralla.

Link

4 comments:

 1. Gaman fyrir bræðurna að hittast á ný.

  ReplyDelete
 2. The blue vase was really beautiful. I liked the red color mixed with the blue.

  ReplyDelete
 3. Sá skemmtilegt viðtal við þig í "hverfisblaðinu". Efnið áhugavert og ekki var síðra að það var við samstúdent. Ég ákvað því að kíkja á síðuna þína, greinilega margt góðra hluta sem þú hefur veitt í ferðum þínum. Skemmtilegt hjá þér:) Kv. Anna Bragadóttir

  ReplyDelete
 4. Takk, Anna! Gaman að rekast á þig hér:) Ég hef ekki séð þetta viðtal, það virðist sem Hverfisblaðið sé ekki borið út í mitt hús.

  ReplyDelete