Tuesday, November 30, 2010

Vasi

Í sumar fór ég á markað í Frostaskjóli og keypti heimaræktaðan hvítlauk sem var hreint unaðslega góður, blessuð sé minning hans. Margt fleira eigulegra (og ætilegra) muna mátti sjá í kraðakinu á markaðnum, m.a. þennan öndvegis vasa. Hann höfðaði til mín af því hann er óvenjulegur, bæði að lögun og lit. Illfyglið á hægri öxlinni skrækir að vasinn sé horgrænn en krúttlegi kérúbinn á þeirri vinstri talar um flauelsmjúka ólívutóna. Bæði kvikindin eru hins vegar sammála um að flekkirnir séu rauðir.

Vasinn er ómerktur, eins og mér finnst glermunir yfirleitt vera, þannig að ég veit ekkert um aldur, framleiðanda eða annað. Ímynda mér að hann sé ítalskur. Af því bara.

3 comments:

  1. Mæli með að fólk smelli á myndina til að sjá litina betur, þeir eru doldið spes.

    ReplyDelete
  2. Hann er æði, hvort sem hann er horgrænn, eða flauelsmjúkt ólívutóna.

    ReplyDelete
  3. Takk Harpa, gott að vita að maður sé ekki einn um að hrífast af svona gripum:)

    ReplyDelete