Wednesday, November 24, 2010

Skál í virkinu

Sumt í lífinu þarf að beisla, t.d. hesta sem maður vill að láti að stjórn. Ár eru beislaðar og stundum asnar. Orka er beisluð. Og þessi skál sem ég eignaðist nýlega er með undarlegt beisli.

Hún lætur fullkomlega að stjórn, maður tekur hana upp á einum stað og leggur frá sér á öðrum, og þar bíður hún róleg þar til hún er tekin upp aftur. Mér finnst hún falleg þessi skál en hef ekki hugmynd um uppruna hennar. Á botninum er bara þetta "E":
Gaman væri að heyra hvort einhver kannist við svona grip.

2 comments:

  1. Hvort var það skálin eða beislið sem heillaði mest?

    ReplyDelete
  2. Skálin, ekki spurning. Óbeisluð orka fyrir mig, takk fyrir.

    ReplyDelete