Tuesday, November 23, 2010

Platti

Stundum spyr ég sjálfa mig: Hver er tilgangurinn með plöttum í þessu jarðlífi? Þá sjaldan maður er virtur svars hljómar það iðulega eitthvað á þessa leið: Ekki spyrja mig.
Þessi hressi platti var keyptur í Góða hirðinum fyrir stuttu og er merktur svona á bakhlið:Fyrst Japanir hafa búið til keramíkplatta, gæti verið einhver tilgangur með þeim.

Neðri plattann fann ég á tombólu fyrir mörgum árum, innan um sjúskaðar barbídúkkur, straujuð perluhjörtu og beyglaðar niðursuðudósir.


Ef marka má Þórdísi, fyrirmynd mína og leiðtoga í gramslegu líferni, er hann gjörður á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Plattar eru ekki allir eins. Þeir geta verið kringlóttir eða ferkantaðir, þykkir eða þunnir. Stundum veit ég ekki hvort ég held á platta, flís eða diski, alltaf svolítið spennandi móment. Grams er gott og platti skemmtilegt orð.

9 comments:

  1. Bara að prófa þetta kerfi jamm.

    ReplyDelete
  2. Hvortveggja plattinn finnst mér fínn. Þeir eru tímanna tákn.

    ReplyDelete
  3. Fallit plattafabrikkur í kippum...

    ReplyDelete
  4. Döh! Frank Zappa með svampplatta?

    ReplyDelete
  5. Þetta hljóta að vera miklir eðalplattar - stimplaðir að aftan og alles!

    ReplyDelete
  6. Tilgangurinn með neðri plattanum getur verið fjölþættur. Hann má til dæmis nota undir ost, eða heitan pott, ristaða brauðsneið eða undir teketilinn. Efri plattinn er erfiðari þar sem hann er hrufóttir - þess vegna hefði ég ekki keypt hann- en það mætti kannski spyrja Japana hvort þar í landi séu svona plattar notaðir til annars en skrauts.

    ReplyDelete
  7. Japanski plattinn er miklu stærri en sá rauði, og mun "dýpri" (þykkari, en holur að innan, veit ekki alveg hvernig á að koma orðum að því því það er ekki beint neitt "innan" í honum). Satt að segja held ég að hann sé fullkomlega laus við hagnýtt gildi. En Kjarval og Lökken plattinn er auðvitað vænn og brúklegur gripur.

    ReplyDelete