Sunday, November 28, 2010

Ó, Amberína...

Þessa skál fann ég fyrir margt löngu í firna skemmtilegri búð sem hét Amma Ruth (því miður er hún ekki til lengur). Skálina keypti ég í afmælisgjöf handa sjálfri mér, af því mér fannst hún svo falleg. Appelsínugulir og rauðir skrautmunir gleðja hjarta mitt.

Skálin er úr svokölluðu amberínu gleri, eftir því sem ég kemst næst og nokkuð stór, eða 18 sm há. Amberínu gler var upphaflega búið til í New England Glass Company í BNA 1883 og má lesa nánar um það hér.

8 comments:

  1. Þetta er nú fróðlegt, aldrei hef ég heyrt um amberína-gler. Þú gætir farið að safna, hér er einn í viðbót: http://cgi.ebay.com/Vintage-Amberina-Carnival-Glass-Handkerchief-Vase-/250731718619?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item3a60c667db

    ReplyDelete
  2. http://www.5min.com/Video/Collecting-Amberina-Glass-35901386

    Þessi hefur smá forskot ;)

    ReplyDelete
  3. Þórdís, ég var einmitt búin að sjá þennan "vasaklútsvasa" á netinu. Minn er flottari (ég er sannfærð um það).

    Beggi, þetta er bara eins og með fótleggina á dansandi cancanstúlkum, tveir leggir ok, en 20 of mikið.

    ReplyDelete
  4. Af því ég er BW og svona... ætti þetta ekki að vera rafína?

    ReplyDelete
  5. Tja, þú ert þarna búinn að snara amberinu yfir á íslensku, eða er þetta orð til?

    ReplyDelete