Diskarnir gömlu eru framleiddir í Bretlandi, sennilega á áttunda áratugnum. Ef ég skil umfjöllun um Biltons rétt, hefur verksmiðjan sú gengið kaupum og sölum (eins og fótboltafélag) frá árinu 1900 og er nú til húsa í Stoke. Hef séð á netinu sama mynstur á leirtaui, en ekkert þó með þessum gula lit. Með í bunkanum góða í Góða þvældist einn "öðruvísi" diskur (sjá hér að neðan), sá er einfaldlega merktur Biltons England, og er í alveg sömu stærð og hinir. Mér finnst ávaxtamynstrið ágætt, en líkar þó betur við retróskapinn í hinum.
Wednesday, December 29, 2010
Leirtausmál
Diskarnir gömlu eru framleiddir í Bretlandi, sennilega á áttunda áratugnum. Ef ég skil umfjöllun um Biltons rétt, hefur verksmiðjan sú gengið kaupum og sölum (eins og fótboltafélag) frá árinu 1900 og er nú til húsa í Stoke. Hef séð á netinu sama mynstur á leirtaui, en ekkert þó með þessum gula lit. Með í bunkanum góða í Góða þvældist einn "öðruvísi" diskur (sjá hér að neðan), sá er einfaldlega merktur Biltons England, og er í alveg sömu stærð og hinir. Mér finnst ávaxtamynstrið ágætt, en líkar þó betur við retróskapinn í hinum.
Friday, December 24, 2010
Japanskur blár
Vasinn er japanskur og harla snotur, eða það finnst mér að minnsta kosti.
Friday, December 17, 2010
Ávaxtakits
Ef til vill voru epli og perur ekki eftirlætisávextir listhneigða Frakkans, en bananar myndu ekki gera sig á svona platta.
Monday, December 13, 2010
Kristniboðsgrams
Nú er ég orðin rangeygð af því að liggja á netinu yfir upplýsingum um stimpla og merkingar á Royal Copenhagen pústulíni. Það sem maður getur sökkt sér í fánýtan fróðleik. En jæja. Ég fór í kristniboðsbúð í Austurveri í dag, þar gefur að líta allskonar föt og dót. Mjög skemmtilegt að gramsa, mæli með því. Fann fína hluti, keypti tvær skálar, einn vasa og tvo kertastjaka. Er ekki búin að taka mynd af neinu nema uggusuttla kertastjakanum sem hér sést.
Svo gramsaði ég heima hjá mér um daginn, þegar ég hafði góðan tíma sökum hnjámeiðslaafturbatahvíldarferlis. Fann þennan líka fína vasa sem ég keypti fyrir mörgum árum í antikbúðarholu á Laugaveginum. Ætlaði að gefa hann, en af því varð ekki. Vasinn er um 15 sm hár, ómerktur, hundgamall og greinilega handmálaður. Mér finnst hann fallegur á litinn, það eru litir sem draga mig að hlutum og æra upp í mér gramshneigðina.
Kannski maður gefi hann einhverjum verðugum vasaþega. Seinna.
Thursday, December 9, 2010
Fuglapottur
Tuesday, December 7, 2010
Hin dularfulla Elly Volff
Kertastjakinn er í fiskamerkinu.
Sunday, December 5, 2010
Þáhyggja
Saturday, December 4, 2010
Fjólur veggjarins
Stjaki
Undanrenna er góð.
Subscribe to:
Posts (Atom)