Saturday, December 4, 2010

Fjólur veggjarins


Eignaðist þessa Jie platta í sumar og veit ekkert hvað ég á að gera við þá. Þrátt fyrir að vera ósköp snotrir og skarta blómum, eru þeir svo ólíkir að það er varla hægt að hengja þá upp saman. Ekki notar maður þá sem diska eða undir heita potta. Ef einhver er að safna svona plöttum, má hafa samband við mig, ég gæti verið til í vöruskipti:)

5 comments:

  1. Þeir eiga að hanga hlið við hlið, einmitt vegna þess hversu ólíkir þeir eru. Það finnst mér alla vega, en þú skalt nú ekki taka mark á vitleysunni í mér.

    ReplyDelete
  2. Hmmm, mér finnst þeir eitthvað svo ósamrýmanlegir. En kannski ég komi mér upp fullkomlega gagnslausu og sundurlyndu plattahorni...

    ReplyDelete
  3. Það líst mér vel á! Ég get reddað þér komplett setti af sænskum mæðradagsdiskum frá árunum 1952-1989 ef þú hefur áhuga. Það kostar skít á priki, en ég get ímyndað mér að fraktin verði dálítið dýr.

    ReplyDelete
  4. Þakka gott boð Krummi en mæðradagsdiskar höfða bara ekkert til mín. Blómadót er meira minn tebolli, kannski maður hendi þessum greydruslum upp á vegg með japanska appelsínuferlíkinu.

    Úff, mér verður illt í fengsjúinu bara við tilhugsunina.

    ReplyDelete
  5. þú getur auglýst þá til sölu á http://www.tradera.com/

    ReplyDelete