Lagðist nýlega í smá rannsóknir á merkingunni og komst að því að framleiðandinn er Villeroy og Boch (ótrúlega glögg kona, ég), en þessi tiltekni stimpill, merktur Wallerfangen, þýðir að krukkan var búin til á árunum 1874-1909. Krúsin, algjörlega í toppstandi, er sumsé bona fide antikgripur. Geri aðrir betur takk fyrir.
Monday, January 24, 2011
Vera Villeroy-Bochsdóttir
Lagðist nýlega í smá rannsóknir á merkingunni og komst að því að framleiðandinn er Villeroy og Boch (ótrúlega glögg kona, ég), en þessi tiltekni stimpill, merktur Wallerfangen, þýðir að krukkan var búin til á árunum 1874-1909. Krúsin, algjörlega í toppstandi, er sumsé bona fide antikgripur. Geri aðrir betur takk fyrir.
Sunday, January 16, 2011
Áttræð, blá, græn og ekkert marin
Mig langar í kjól í þessum litasjatteringum.
Saturday, January 15, 2011
Í litlum bæ
Mér tókst þó að dusta rykið af þessum bóndabæ sem ég (og þáverandi) fengum árið 1984 þegar við giftum okkur, frá stórfrænku minni Steinunni Þorvaldsdóttur. Bærinn er allstór miðað við leirbýli, eða 25-30 sm breiður og um 15 sm hár. Man að í pakkanum voru líka falleg sængurföt með risastórum rauðum valmúum og þótti mér þetta skondin brúðkaupsgjöf. Kunni samt ekki alveg að meta bóndabæinn fyrr en löngu seinna.
1984. Herregúd hvað er langt síðan ég var ung og vitlaus.
Wednesday, January 12, 2011
Stál stál skín á mig
Saturday, January 8, 2011
Ignis Bellis
Ekki er ég ein um að hrífast af Ignis Bellis stelli, því víða má sjá það á netinu, m.a. hér. Margt til í því sem þarna stendur, þótt ég geti ekki verið sammála öllu.
Thursday, January 6, 2011
Lillabakki
Þegar Hjálmar kom heim úr vinnunni og rak augun í nýfundinn dýrgripinn, sagði hann: En fínt, hvert af börnunum þínum bjó þennan til?
Wednesday, January 5, 2011
Bjór í brandaraleir
Monday, January 3, 2011
Rauður
Næst mun ég fjalla um órauðan mun. Upp á æru og trú.
Sunday, January 2, 2011
Þúsund blóm
Mig minnir að þennan fagurrauða vasa hafi ég fundið á Portobello road en er ekki viss, enda allmörg ár síðan ég rakst á gripinn. Þetta er lítill gaur, aðeins um 10 sm hár og rosalega erfitt að ná almennilegri mynd með almúgagræjunum sem ég hef yfir að ráða, held það hljóti að vera um að kenna þessari kúlulögun. Þegar ég keypti vasann var mér sagt að hann væri úr Murano gleri og þykir mér ágæt skemmtan að skoða litríkar doppurnar. Þessi aðferð við litskreytingu glers kallast "millefiori", sem þýðir á ítölsku "þúsund blóm".
Finnst ykkur að ég eigi að nenna íslenskum gæsalöppum? Ég er yfirleitt svo á kafi í munablætisvímu þegar ég hripa eitthvað niður hér að það hálfa væri nóg. Hvað um það, rauði vasinn minn er ekki "fallegur" heldur fallegur.
Subscribe to:
Posts (Atom)