




Þessa skál fann ég í GH og þykir hún falleg. Ég þekkti ekki hvaðan hún var, en það var rifinn miði á botninum, gylltur með einhvers konar kráku og lesa mátti "nild" og "nma". Þetta er eitt af því sem er svo skemmtilegt við munablætið - maður leitar vísbendinga, verður forvitinn og spenntur að vita meira um hlutinn. Eftir nokkra rannsóknarvinnu, með dyggri aðstoð frá munasystur minni
Þórdísi, kom í ljós að skálin var framleidd af Ravnild Keramik, leirverkstæði á
Fjóni sem starfrækt var á árunum 1949-86. Stofnandi smiðjunnar, Frederik Ravnild (1910-1976), lærði iðn sína hjá Den Kongelige Porcelænsfabrik í Kaupmannahöfn og vann hjá Söholm (á Bornholm) áður en hann stofnaði sína eigin verksmiðju í Óðinsvéum.Myndirnar gjalda myrkurs við ljós(myndun), en skálin er grængul og svört.