Saturday, February 12, 2011

Voffvoff, segir Tampopo

Með þessari færslu tek ég þá áhættu að verða hent út úr samfélagi dótabloggara. En ég er kjörkuð og birti mynd af postulínshundi sem ég keypti á Ebay. Hann kostaði fimm dollara (þið þaddna leiðindapúkar sem eruð alltaf að skensa mig fyrir að setja Ísland á hausinn). Tampopo er nokkuð stór og sérlega vel með farinn. Framleiddur í Japan kringum 1970. Augnaráð voffa er áleitið og skottið heillandi loðið. Þessum hundi mun ég tengjast, hann verður vinur minn.

Bónusgelgjan á heimilinu segir að ég megi passa mig ef ég vilji ekki enda sem einmana kelling strjúkandi postulínsdýrunum sínum og talandi við þau. Það sem þessum unglingum dettur í hug!

13 comments:

  1. Ég er búin að vera einmana kjelling í mörg ár. Aldrei hef ég þó strokið postulínshundum enda voru lifandi kettir fundnir upp fyrir einmana kjellingar.

    ReplyDelete
  2. Ég hef einmitt verið að spá í að fá mér kött, en get ekki hugsað mér að díla við sundurlimuð fuglshræ. Það væri því helst inniköttur, eða bara postulínsköttur.

    ReplyDelete
  3. Takk Krummi! Dúlluhneigð mín eykst með aldri og þroska.

    ReplyDelete
  4. Kona getur alltaf á sig postulínshundum bætt.

    ReplyDelete
  5. þó ekki farin í hundana? Falleg síða og flott viðfangsefni.

    ReplyDelete
  6. Ókei, ég skal taka að mér að vera fýlupúkinn: Þessi hundur er hryllingur. En skottið er þó nokkuð loðið.

    ReplyDelete
  7. Kristín þó! Prófaðu að smella á myndina og horfa djúpt í augun á honum. Það er ekki hægt annað en elska Tampopo. Ertu alveg hjartalaus, kona?

    ReplyDelete
  8. Ég verð að taka smá undir með Kristínu - smá sko. Það er eitthvað of mikið stelpuafmælisgjöf þegar ég var í 8 ára bekk við þetta.

    ReplyDelete
  9. Einmitt. Ég var 9 ára 1970.

    ReplyDelete
  10. Líkt og ég sagði við Pjattrófurnar: Ég stend og fell með fullyrðingu minni:)

    ReplyDelete
  11. Jájá, Kristín. Ég skil fullkomlega þitt sjónarmið, enda lá við að ég þyrði ekki að blogga um voffann. Hann er kitsið postulíni klætt.

    ReplyDelete
  12. Þið ættuð að sjá sumt kitsið sem ég er með hjá mér hérna... fer ekkert nánar út í það hvað maður getur haft sterkar taugar til ljótra hluta:)

    ReplyDelete