Wednesday, February 2, 2011

Bikarapar

Á ferðum mínum um Las Palmas rakst ég á búð í anda Góða hirðisins, sem gaman var að gramsa í (allavega þegar ég komst yfir mestu bakteríu, flóa- og lúsahræðsluna). Partnerinn, sem er allvel mælskur á spænska tungu, segir að þessi tiltekna búð afli fjár til að styrkja "fallnar konur". Gott með það.Innan um ljótt leirtau og voðalegt rusl, rakst ég á þessa eggjabikara, úr viði og keramiki. Nokkuð snotrir félagarnir, og hafa þeir nú fengið hælisvist á Íslandi.

Verð bikaranna alls: € 1

9 comments:

  1. Nær leirinn til botns að innanverðu?

    ReplyDelete
  2. Já, alveg. Mjög fallegur frágangur á þessu.

    ReplyDelete
  3. Very Cute....I think I have had the cruet set to match.....which was Japanese circa 1960 - if these are the same.

    ReplyDelete
  4. Enn að eyða gjaldeyrisforðanum?

    ReplyDelete
  5. Thanks Ray. It would be interesting to see a picture of your cruet set. The egg cups are unmarked as far as I can see, but could well be Japanese.

    ReplyDelete
  6. Það er ekki verið að hugsa um vöruskiptajöfnuðinn!

    ReplyDelete
  7. Gasalega sætir.

    ReplyDelete
  8. Mjög fallegir. Skítt með vöruskiptajöfnuðinn.

    ReplyDelete
  9. Langflest af því sem við kaupum hér á landi er innflutt, þannig að ég prumpa á leiðindakomment um gjaldeyrisforða og vöruskiptajöfnuð. Þar að auki kostuðu þessir gripir eina evru, sem leggur sig á 160 krónur.

    ReplyDelete