Monday, January 24, 2011

Vera Villeroy-Bochsdóttir



Mér hefur alltaf þótt þessi litla postulínskrukka falleg, keypti hana í Fríðu frænku fyrir allmörgum árum. Svona litaspil klikkar ekki.

Lagðist nýlega í smá rannsóknir á merkingunni og komst að því að framleiðandinn er Villeroy og Boch (ótrúlega glögg kona, ég), en þessi tiltekni stimpill, merktur Wallerfangen, þýðir að krukkan var búin til á árunum 1874-1909. Krúsin, algjörlega í toppstandi, er sumsé bona fide antikgripur. Geri aðrir betur takk fyrir.

4 comments: