Sunday, January 2, 2011

Þúsund blóm




Mig minnir að þennan fagurrauða vasa hafi ég fundið á Portobello road en er ekki viss, enda allmörg ár síðan ég rakst á gripinn. Þetta er lítill gaur, aðeins um 10 sm hár og rosalega erfitt að ná almennilegri mynd með almúgagræjunum sem ég hef yfir að ráða, held það hljóti að vera um að kenna þessari kúlulögun. Þegar ég keypti vasann var mér sagt að hann væri úr Murano gleri og þykir mér ágæt skemmtan að skoða litríkar doppurnar. Þessi aðferð við litskreytingu glers kallast "millefiori", sem þýðir á ítölsku "þúsund blóm".

Finnst ykkur að ég eigi að nenna íslenskum gæsalöppum? Ég er yfirleitt svo á kafi í munablætisvímu þegar ég hripa eitthvað niður hér að það hálfa væri nóg. Hvað um það, rauði vasinn minn er ekki "fallegur" heldur fallegur.

5 comments:

  1. Ég hélt að ég hefði kommenterað hérna áðan en annaðhvort hef ég klúðrað því eða kommentið gufað upp. Reyni að endurtaka það þótt ég hafi ekkert haft að segja nema: "Vááááá!!!"

    ReplyDelete
  2. Já, það er óþarflega mikið vesen að kommenta í þessu kerfi, kann ekki að laga það. En vasinn er mikið augnayndi, takk:)

    ReplyDelete
  3. What a wonderful piece of glass.

    ReplyDelete
  4. Þessi er dásamlegur. Það er eitthvað við rautt gler sem gleður mig alltaf. En litlu blómin gera nú útslagið í þessu tilfelli.

    ReplyDelete