Saturday, January 15, 2011

Í litlum bæ

Var búin að taka fullt fullt af myndum af fínu stöffi en þegar þær voru skoðaðar einstaklega nálægt kom í ljós að maður skyldi þurrka vel af gripum fyrir myndatöku, rétt eins og maður plokkar kótilettuleifar úr tönnum áður en smælað er framan í myndasmið.

Mér tókst þó að dusta rykið af þessum bóndabæ sem ég (og þáverandi) fengum árið 1984 þegar við giftum okkur, frá stórfrænku minni Steinunni Þorvaldsdóttur. Bærinn er allstór miðað við leirbýli, eða 25-30 sm breiður og um 15 sm hár. Man að í pakkanum voru líka falleg sængurföt með risastórum rauðum valmúum og þótti mér þetta skondin brúðkaupsgjöf. Kunni samt ekki alveg að meta bóndabæinn fyrr en löngu seinna.
Hér virðist enn á ferð óþekkti leirmaðurinn á Íslandi. Stimpillinn segir SJ, hver gæti það verið? Ekki virðist um sama leirista að ræða og þann sem bjó til lillabakkann, þótt merkingarnar séu áþekkar.

1984. Herregúd hvað er langt síðan ég var ung og vitlaus.

9 comments:

  1. Bærinn er allstór miðað við leirbýli... hahaha Þú lumar á ýmsu. Sérkennileg gjöf... Flott, samt. Og langskemmtilegast að eiga hluti með sögu.

    ReplyDelete
  2. Ekki heiglum hent að kommenta hérna ... þurfti að stökkva gegnum nokkrar logandi gjarðir.

    ReplyDelete
  3. Hér ná einungis gáfumenni í gegn Helga mín.

    ReplyDelete
  4. Leirbýlið er bara ansi hreint myndarlegt.

    ReplyDelete
  5. Hvaða vitleysa Krummalingur, þetta er fallegt!

    ReplyDelete
  6. Einhverntíma átti ég svipaðan leirbæ. Heldur minni þó minnir mig og ekki svona litskrúðugan.

    ReplyDelete
  7. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete