Sunday, January 16, 2011

Áttræð, blá, græn og ekkert marin

Eitt sinn á þvælingi mínum um Edinborg, mörgum árum fyrir klípuna, rakst ég á þessa könnu. Mér fannst hún býsna snotur og spáði ekki mikið í aldur og uppruna, því eins og menn vita skiptir aldur ekki máli ef kannan er pen. Eða var það konan?
Svo kólnaði jörðin og margt merkilegt gerðist. Þórdís kom í heimsókn, sá könnuna og þekkti handbragð Upsala-Ekeby á færi (án þess að kíkja á botninn). Hún benti mér á að maður gæti fengið nánari upplýsingar með því að senda póst hingað. Sem ég og gerði og fékk að vita að kanna nr. 148 hefði verið framleidd hjá Upsala-Ekeby 1930-1932. Því miður vissu þeir ekki nafn listamannsins sem var svona hrifinn af bláu og grænu.

Mig langar í kjól í þessum litasjatteringum.

7 comments:

  1. Því skal ég trúa. Þetta eru fallegir litir.

    ReplyDelete
  2. Ég á gamlan kjól sem mig minnir að sé í þessum sjetteringum. Kannski finn ég hann og birti mynd á draslblogginu.

    ReplyDelete
  3. Þessi er mjög falleg.

    ReplyDelete
  4. Allan Ebeling?

    http://www.ne.se/lang/allan-ebeling

    ReplyDelete
  5. Það væri virkilega gaman og merkingin gæti mögulega verið AE, en sennilega er erfitt að segja til um þetta nema maður hitti U-E sérfræðing.

    ReplyDelete
  6. Really nice pice from Upsala Ekeby, seems lika studio piece, one existing only if my guess is correct.

    Greetings http://retroprylar.blogspot.com/

    ReplyDelete
  7. Would be nice to know more, but I´ll probabley never find out.

    ReplyDelete