Wednesday, January 5, 2011

Bjór í brandaraleir

Já, hver man ekki eftir því þegar bjórinn var leyfður, þá var nú aldeilis líf í tuskunum. Maður sá náttúrlega eftir bjórlíkinu og sonna en beit á öxlina og svolgraði í sig útlent ölgutlið.

Ónefnda leirmanninum þótti ástæða til að gera þessi merku tímamót ódauðleg með því að búa til stæðilega bjórkrús. Ég er svo hroðalega illa að mér í íslensku keramiki að ég þekki ekki merkið. Einhver?
Bjórkanna úr leir OG brandari á kostnað Hafnfirðinga, hvað viljið þið hafa það betra?

6 comments:

  1. Æ, mig grunaði það en var ekki viss.

    ReplyDelete
  2. Glit! Já Krummi er búinn að segja það.

    ReplyDelete
  3. M.a.s. ég vissi að þetta væri Glit. Rosa góður brandari!

    ReplyDelete
  4. Já, drepfyndinn! En ég vissi næstum alveg örugglega að þetta væri Glitmerkið en fannst svo asnalegt að segja það af því ég var ekki 100% og fann það ekki einu sinni með hjálp Gúggla frænda. Og nú er ég hætt að afsaka mig:/

    ReplyDelete
  5. oooh...þá loksins að ég gat svarað einhverju tengt kermíkgerð, þá vissu þetta allir...týpískt...;-)
    Guðrún C. Emilsdóttir

    ReplyDelete