Wednesday, January 12, 2011

Stál stál skín á mig

Stál og tekk. Einu sinni fannst mér það ljót samsetning, en núna finnst mér það grúví. Þessa tvo gripi úr burstuðu stáli greip ég með mér hjá kristniboðunum um daginn (borgaði 500 kall fyrir). Ég fer bráðum að hafa kristnun heils þorps í Afríku á samviskunni og þykir mér það óheppileg aukaverkan munablætisins.
Bakkinn er frá Gense í Svíþjóð, framleiddur á sjöunda áratugnum og nákvæmlega eins og þessi hér. Ef maður nennti nú að setja sig í sölustellingar á netinu, gæti maður mögulega grætt fúlgur fjár...
Smjörkúpan er dönsk og veit ég ekki meira um ættir og uppruna, en hún er hér með ættleidd.

3 comments:

  1. Stál og tekk er gott mál. Þetta eru góðir og gagnlegir hlutir.

    ReplyDelete
  2. Staaál og tehekk er merki mitt, merki hlutablætismaaannnnnaaa....

    ReplyDelete
  3. „Enn eitt stálfatið frá ykkur“, sagði ég við mágkonu móður minnar þegar hún hafði gefið þeim stálfat í jólagjöf þrjú ár í röð. Næstu þrjú ár gaf hún desertskálar.

    ReplyDelete