Saturday, January 8, 2011

Ignis Bellis

Jæja. Þá er ég loksins búin að prófa að kaupa dót af netinu. Fyrir valinu varð þessi sæta rjómakanna sem ég fann á vefnum etsy.com. Hún kostaði aðeins 12 dollara (um 1400 krónur) en með sendingarkostnaði fór upphæðin í 2303 spírur. Þegar ég síðan sótti pakkann á pósthúsið greiddi ég 1088 kr. í ríkissjóð (ekki veitir þeim af blessuðum) og var þá heildarupphæðin komin upp í 3391 krónu. Ekki var hún því gefins litla kannan, en það er bót í máli að mér finnst hún bæði fín og falleg.Kannan er úr bollastelli sem Eva Bladh hannaði fyrir Upsala-Ekeby Karlskrona á sjötta áratugnum. Stellið kallast Ignis Bellis. Bellis er einmitt heiti algengra sumarblóma í görðum hérlendis en í þessum brunagaddi finnst mér hreint ótrúleg tilhugsun að það muni koma vor og sumar og er ekki viss um það geti staðist.

Ekki er ég ein um að hrífast af Ignis Bellis stelli, því víða má sjá það á netinu, m.a. hér. Margt til í því sem þarna stendur, þótt ég geti ekki verið sammála öllu.

12 comments:

  1. Þetta er svo fallegt að ef ég væri ekki eins svöl og ég er þá myndi ég tárast.

    Ég held líka að ég hafi aldrei sagt þér að ég var oft í leikfimi í húsnæði Upsala Ekeby-keramikverksmiðjanna, Friskis och Svettis í "Ekebybruk" þegar ég bjó í Uppsölum í heil 6 og hálft ár, fyrir ekki svo mjög löngu síðan. Ég hef sem sé margoft spriklað mig sveitta í keramikverksmiðjunum fyrrverandi.

    ReplyDelete
  2. Jiiiiii...virðing mín fyrir þér vex og vex, veit ekki hvar þetta endar!

    ReplyDelete
  3. Guðdómlega alveg og fullkomlega peninganna virði.

    ReplyDelete
  4. Þú átt ekki að kaupa þetta frá Bandaríkjunum, manneskja. Skoðaðu http://www.tradera.com/ og láttu mig um að senda þér það.

    ReplyDelete
  5. Mér er alltaf neitað þegar ég sæki um að skrá mig hjá Tradera! Held það tengist íslenska símanúmerinu eða eitthvað.

    ReplyDelete
  6. Láttu mig vita ef þú vilt nota símanúmerið mitt.

    ReplyDelete
  7. Hvað með gjaldeyrisvaraforðann kona?

    ReplyDelete
  8. Þetta er arðbær fjárfesting sem kemur hjólum atvinnulífsins til að snúast.

    ReplyDelete
  9. I love Bellis!
    It is so beautiful.
    Can you pleas do like i did on our blog.
    Put Googlr Translate on your blog, then we from Sweden can follow your amazing blog.

    Best reguards Andreas http://retroprylar.blogspot.com/

    ReplyDelete
  10. Thanks Andreas! Actually, I could hardly imagine anyone reading this blog, exept for a few eccentric Icelanders;) But I´ll gladly figure out how to put Google Translate here.

    ReplyDelete