Monday, January 3, 2011

Rauður

Svona fyrst ég er komin í rauðu glerstemninguna er við hæfi að henda inn mynd af þessum gamla félaga, en hann fann ég fyrir mörgum árum í antikbúð í Edinborg. Veit ekkert um aldur og uppruna, en veit að svona vasar kallast vasaklútavasar og er þar (væntanlega) vísað til lögunar fremur en notkunar.

Vasinn minn góði er um 16 sm hár og fer vel í glugga þar sem ljósið leikur við hvurn sinn geisla.

Næst mun ég fjalla um órauðan mun. Upp á æru og trú.

1 comment: