Wednesday, December 29, 2010

Leirtausmál



Fyrir rúmum fimm árum, þegar ég skildi, þurfti ég að kaupa slatta af dóti til heimilisins, m.a. borðbúnað. Helstu staðirnir til þess arna (fyrir minn fjárhag) voru IKEA og Góði hirðirinn. Diskurinn sem hér sést er einn af sex sem ég fékk í límdum bunka í Góða. Á svipuðum tíma keypti ég jafnmarga diska í IKEA. Í dag eru þeir fyrrnefndu allir við góða heilsu, en aðeins tveir IKEA diskarnir lifa. Flestar skálar og annað leirtau sem ég keypti í IKEA á þessum tíma átti skamma (óskörðótta) ævi og þykir mér því sýnt að IKEA leir sé argasta frat.

Diskarnir gömlu eru framleiddir í Bretlandi, sennilega á áttunda áratugnum. Ef ég skil umfjöllun um Biltons rétt, hefur verksmiðjan sú gengið kaupum og sölum (eins og fótboltafélag) frá árinu 1900 og er nú til húsa í Stoke. Hef séð á netinu sama mynstur á leirtaui, en ekkert þó með þessum gula lit. Með í bunkanum góða í Góða þvældist einn "öðruvísi" diskur (sjá hér að neðan), sá er einfaldlega merktur Biltons England, og er í alveg sömu stærð og hinir. Mér finnst ávaxtamynstrið ágætt, en líkar þó betur við retróskapinn í hinum.
Gamalt og gott, það er málið.

5 comments:

  1. The vase in your post on the 30th of November is designed by Frantisek Koudelka for Prachen glassworks in Czechoslovakia. It's part of the "Flora" range and made its first appearance in Czechoslovak Glass Review in 1974.

    Thanks for the link to my blog!

    Best Regards
    Emil

    ReplyDelete
  2. Wow, thanks Emil, I greatly appreciate the information! For some reason I imagined this vase to be Italian:)

    ReplyDelete
  3. Æðislegir diskar. Ég kaupi engan leir lengur í Ikea, alveg fáránlega lélegur. Þess vegna er diskabúskapur minn mjög skrautlegur, því langmest hef ég hirt eða keypt á slikk í stöku á flóamörkuðum. Reyndar hafa diskar orðið sífellt dýrari á mörkuðunum, oft lendi ég í því að sjá fallega diska sem ég girnist, en bara tími ekki að kaupa.

    ReplyDelete
  4. Ég myndi nota þennan neðsta fyrir sparikökudisk.

    ReplyDelete
  5. Já, hann er snotur undir kökur:)

    ReplyDelete