Thursday, December 9, 2010

Fuglapottur



Mamma sagði oft í gamla daga að það væri "víða pottur brotinn". Ég sá alltaf fyrir mér haldlausa eða brotna stálpotta, en núna þegar ég heyri þetta sagt sé ég fyrir mér brotna blómapotta (og skil merkingu orðtaksins að auki, sem ég gerði ekki sem barn). Hef meiri reynslu af brotnum leir en mölvuðu stáli. Hvað sem því líður tók hjarta mitt gleðihopp þegar ég sá þennan fína alls óbrotna pott í Góða hirðinum. Eitthvað svo kátt við þetta litaspil og ekki spilla fuglarnir fyrir.

8 comments:

  1. Ég ætlaði að segja nákvæmlega það sem Erna segir.

    ReplyDelete
  2. Hehe, það eru greinilega skiptar skoðanir um fegurð þessa potts, en aðalatriðið er auðvitað að mér finnst hann svakalega fínn.

    ReplyDelete
  3. Á pottinum er fornt tákn, ættað alla leið úr Mesópótamíu ef minnið svíkur mig ekki. Þeir standa vörð um lífsins tré sem er á milli þeirra. Þetta hefur verið til í ýmsum útfærslum frá þeim tíma og á tímabili voru "verðirnir" sem gættu lífstrésins sambræddir úr fuglum og mönnum og voru skrýtnar skepnur. Þetta tákn má sjá ýmsum myndum í útsaum t.d. á veggteppum sem voru á íslenskum heimilum.

    ReplyDelete
  4. Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar um fuglana NN, táknfræði hlýtur að vera skemmtileg:)

    ReplyDelete
  5. Já, skemmtilegt með lífsins tré. Það voru einmitt slatti af veggteppum heima hjá ömmu, sem voru svo ótrúlega framandi þegar maður fór að skoða mynstrin almennilega. Ég held m.a.s. að ég eigi eitt upprúllað einhvers staðar í geymslu, en mig vantar veggpláss.

    ReplyDelete
  6. Held að pottur brotinn hafi verið pottpottur. Það mun vera steypujárn einhvurslags.
    Maður gekk til nágranna síns og reyndi á leiðinni að upphugsa ráð til að firra sig ábyrgð á brotnum potti: Í fyrsta lagi var potturinn heill þegar ég skilaði honum. Í öðru lagi var hann brotinn þegar ég fékk hann. Í þriðja lagi fékk ég aldrei lánaðan neinn helvítis pott!

    ReplyDelete
  7. Já, þú segir nokkuð Ella. Hef aldrei lagst í rannsóknir á orðatiltækinu, en þetta hljómar sennilega (og ábyggilega að norðan, miðað við norðlenska hreiminn sem ég heyrði fyrir mér;).

    Kristín, mig rámar einmitt líka í brúnt veggteppi með fuglamótívi heima hjá mér í gamla daga..

    ReplyDelete