Tuesday, December 7, 2010

Hin dularfulla Elly Volff


Fyrir nokkrum árum er ég gekk framhjá antikbúðinni á Skólavörðustíg var búið að hrúga saman á lítið borð ýmsum munum "á útsölu". Ég stóðst ekki mátið og gramsaði. Gramsarar gramsa. Þessi kertastjaki fangaði athygli mína og voru fyrir því nokkrar ástæður. Hann var fallega blár, svolítið "heimagerður" að sjá og rækilega merktur skapara sínum. Og svo þegar ég pússaði málmkantinn og kertasætið kom í ljós að þar fór skínandi kopar.
En hver var Elly Volff? Skyldi hún vera á lífi? Býr hún enn í Virum? Var hún hippi? Var hún brosmildur axarmorðingi? Var hún bæld eiginkona rauðhærðs gjaldkera?

Kertastjakinn er í fiskamerkinu.

4 comments:

  1. Mjög spennandi! Minnir mig á að leita að stúlku á Fésinu sem málaði tvær myndir sem ég keypti með margra ára millibili í París.

    ReplyDelete
  2. Ég prófaði að gúggla Elly og ekkert kom upp (nema efni tengt þessari færslu). En svo, ef maður hitti hana blessaða, hvað ætti maður að segja? Hæ, ég keypti kertastjaka sem þú hafðir mikið fyrir að búa til, alveg hræbillegan á draslútsölu?

    Geri ráð fyrir að þú sért í betri málum Sigga með franska listmálarann þinn...

    ReplyDelete