Monday, December 13, 2010

Kristniboðsgrams

Nú er ég orðin rangeygð af því að liggja á netinu yfir upplýsingum um stimpla og merkingar á Royal Copenhagen pústulíni. Það sem maður getur sökkt sér í fánýtan fróðleik. En jæja. Ég fór í kristniboðsbúð í Austurveri í dag, þar gefur að líta allskonar föt og dót. Mjög skemmtilegt að gramsa, mæli með því. Fann fína hluti, keypti tvær skálar, einn vasa og tvo kertastjaka. Er ekki búin að taka mynd af neinu nema uggusuttla kertastjakanum sem hér sést.Svo gramsaði ég heima hjá mér um daginn, þegar ég hafði góðan tíma sökum hnjámeiðslaafturbatahvíldarferlis. Fann þennan líka fína vasa sem ég keypti fyrir mörgum árum í antikbúðarholu á Laugaveginum. Ætlaði að gefa hann, en af því varð ekki. Vasinn er um 15 sm hár, ómerktur, hundgamall og greinilega handmálaður. Mér finnst hann fallegur á litinn, það eru litir sem draga mig að hlutum og æra upp í mér gramshneigðina.Kannski maður gefi hann einhverjum verðugum vasaþega. Seinna.

6 comments:

  1. Mér sýndis kertastjakinn fyrst vera svona pípustatíf. En hann er auðvitað ekkert verri fyrir það.
    Vasinn er dásamlegur.

    ReplyDelete
  2. Já, pípustatíf! Það væri nú þénugt apparat:)

    ReplyDelete
  3. Mér finnst kertastjakinn frábær, vasinn er alltílæ:)
    Ég fann svipaðan kertastjaka, nema úr tré, í Kattavinafélagsbúðinni sem var í kjallara í Hafnarstrætinu forðum. Þangað fór ég iðulega og gramsaði. Sá kertastjaki fór svo til vinkonu þegar ég flutti út, en ég veit ekki hvert hann fór þegar hún svo flutti sjálf út.

    ReplyDelete
  4. Mér finnst eitthvað skemmtilega grúví við körfur, lampa og kertastjaka o.fl. sem eru með svona plastvafninga, held þetta hafi verið mikið í tísku kringum 1960. Verst hvað kertastjakinn á myndinni er lítill, "venjuleg" stærð af kertum gengur ekki.

    Og ég vildi óska að það væru fleiri gramsbúðir í bænum:)

    ReplyDelete
  5. Hej.

    Hittade just din blogg och konstaterar att här får jag titta in ofta.

    Gott nytt år från form55!

    ReplyDelete
  6. Hej og tack! Gleðilegt ár - gott nytt år!

    ReplyDelete