Friday, December 17, 2010

Ávaxtakits



Stundum dregst ég að hlutum af því að þeir eru einhvern veginn...skrítnir. Á markaði í París fyrir nokkrum árum fann ég þessa platta, ef platta skyldi kalla. Þeir eru á stærð við væna matardiska og á öðrum hanga epli og hinum perur. Mér þykir varið í þá, ójá. Veit ekkert hver bjó þá til en ímynda mér að það hafi verið litblindur frístundaartísti með duldaduld. Franskur og vanmetinn.

Ef til vill voru epli og perur ekki eftirlætisávextir listhneigða Frakkans, en bananar myndu ekki gera sig á svona platta.

3 comments:

  1. Frábært.
    Eins og Adam og Eva hafi verið í pikknikk í Pompei þegar allt fór af stað og eplin og greinarnar af lífsinstrénu og fíkjblöðin múruðust föst um aldur og æfi en ormurinn slapp um aldur of æfi.

    ReplyDelete
  2. Haha, ég fór að prófa hvort virkilega væri svona meinbægni í kerfinu...

    En takk og já, þessir plattar hafa yfir sér paradísaráru.

    ReplyDelete