Saturday, May 7, 2011

Blátvíburar

Um daginn heimsótti ég Nytjamarkað ABC hjálparstarfs, sem fluttur er í bjart og rúmgott húsnæði við Súðarvog (þar sem timbursala Húsasmiðjunnar var áður). Þarna fann ég eitt og annað fínerí, m.a. 12 Piretti diska frá Arabia, tvo fagurbláu blómavasa og margt fleira. Verði er mjög stillt í hóf, flest t.d. ódýrara en hjá kristniboðunum í Austurveri (án þess þeir séu sérstakir okrarar).
Vasarnir bláu eru hálfgerðir puttar, 10-12 sm háir. Ég þykist viss um að þeir séu þýsk framleiðsla frá sjöunda eða áttunda áratugnum, og eftir því sem ég kemst næst Haldensleben (fann reyndar enga almennilega mynd af merkingu Haldensleben keramiks).
Í nytjamarkaðnum rakst ég líka á þennan blágræna blómapott. Hef ekki hugmynd um uppruna og ætterni, en hann býður af sér góðan þokka.
Gerðist síðan í annað sinn á ævinni búðarkona á skransölu, þ.e. á Eiðistorgi í dag. Það var heldur daufara en síðast og kom ég út úr því dagsverki með 200 krónur í plús. Íslenskar.

9 comments:

  1. Ohhh...yndislegur litur á þessum vösum. Þeir virka stærri á myndinni. Væri hægt að nota sem mjólkurkönnur eða olía og edík.

    Er þessi skransala á Eiðistorgi allar helgar?

    ReplyDelete
  2. Neibb, var í byrjun apríl, svo núna og verður sennilega endurtekin fyrsta laugardag í júní.

    ReplyDelete
  3. Þessi blómapottur er Vestur-þýskur Haldensleben (ég er 95%viss), mér finnst hann geggjað flottur.

    ReplyDelete
  4. Er merkingin sumsé Haldensleben? Ef svo er, þá eru vasarnir þaðan (blómapotturinn er ómerktur, reyndar einhver smá merking sem ég sé ekkert út úr).

    ReplyDelete
  5. Já, þetta er Haldensleben-merkið, þú getur gúgglað það. Ég hélt að merkingin væri á pottinum.

    ReplyDelete
  6. Æjá, ekki nema von, þetta var ekki skýrt fram sett hjá mér. En ég reyndi að gúggla Haldensleben út og suður og fann ekki merkið sjálft nema bara á einum grip sem var til sölu á Ebay og það er ekkert endilega áreiðanleg heimild. Eða áræðanleg eins og sagt er á Barnalandi.

    ReplyDelete
  7. Kristín í ParísMay 9, 2011 at 11:19 AM

    Potturinn er meiriháttar.

    ReplyDelete
  8. Hér má t.d. sjá merkið neðan á vasa.http://www.retrofatlava.com/index.php?item=veb-haldensleben-vase&action=article&group_id=23&aid=303&lang=ENSvo á ég þýska Haldensleben-vasa með svona límmiða.

    ReplyDelete
  9. Potturinn er ofurtöff. Ég hef ekki hundsvit á svona merkingum.

    ReplyDelete