Tuesday, May 17, 2011

Blóm hins unga Stålhane

Þessi litla skál kom í póstinum í dag. Hún er hreint listaverk, þykir mér.
Varfærnislegar pensilstrokur...
Skálin er merkt Carl-Harry Stålhane, en hann byrjaði að vinna hjá Rörstrand árið 1939, þá 18 ára gamall. Ég ímynda mér að þessi fíngerða blómaskál sé eitt af fyrstu verkum hans þar, án þess ég viti það. Stíllinn breyttist mjög hjá Stålhane í áranna rás. Hann gerði t.d. groddalega vasa á níunda áratugnum. Hér má lesa aðra skemmtilega færslu Þórdísar um CHS.
Brosir nú blómabarnið. Stálhaninn gleður.

3 comments: