Friday, May 6, 2011

Appelsína talandi

Appelsínugult bætir, hressir, kætir. Hér má sjá áleggshníf úr þýsku gæðastáli (Góði hirðirinn, 1200 krónur) og kökudisk úr þýsku gæðaplasti (Góði hirðirinn, 200 krónur). Einnig danska steinseljukvörn úr fyrndinni.
Steinseljukvörnin er í upprunalegum umbúðum og lítur út eins og nýsleginn túskildingur.Ef horft er ofan í (þetta bráðnauðsynlega áhald á hverju heimili) gefur að líta ógnvænlegan skolt sem malar ljós og skugga.
Auk þess minni ég á Skransölu aldarinnar hjá Rúnu og Ara á Þurá í Ölfusi, laugardaginn 21.maí 2011. Þar verður margt eigulegra muna og yðar einlæg verður á staðnum í sínu fínasta skranpússi.

4 comments:

  1. nauts! mig langar í svona áleggshníf!

    ReplyDelete
  2. Minn litur er indingó - væri flott að fá svona nauðsynlega græju í þeim lit eins og á myndinni :)

    Búin að merkja skransöluna í dagbók!

    ReplyDelete
  3. Mig langar líka í áleggshníf. En ég hef barasta aldrei heyrt um steinseljuhvörn áður, hvað þá meira!
    Ég missi því miður af skransölunni, ég er upptekin (ég sem er eiginlega aldrei upptekin....)

    ReplyDelete
  4. Hildigunnur, ég sá áleggshníf hjá Nytjamarkaði ABC hjálparstarfs í dag - í Skútuvogi, þar sem timbursala Húsasmiðjunnar var.

    Guðrún, hlakka til að sjá þig f. austan og Harpa, þú kemur bara næst (ég er viss um að þetta verður rífandi fínt og þá hlýtur það að verða endurtekið).

    ReplyDelete