Friday, April 29, 2011

Vorglas

Ég nenni ekki að standa upp úr stólnum en langaði samt að skrifa um dót. Núna. Átti mynd í tölvunni af þessu fagurfætta glasi sem mér áskotnaðist nýlega fyrir skít og kanel, og þess vegna er færslan um það. Eins og Mount Everest. Because it´s there.

Einhvern daginn hyggst ég drekka úr glasinu heimatilbúinn líkjör úr krækiberjum sem tínd verða í Múlanum eða Böggvistaðafjalli.

Mount Everest má vera áfram þar sem það er mín vegna.

6 comments:

  1. Fallegt!
    Ekta fínt fyrir elegant líkjör.

    ReplyDelete
  2. Fallegt glas sem verður ennþá fínna með líkjör í. Skál!

    ReplyDelete
  3. Kristín í ParísApril 30, 2011 at 4:59 PM

    Mjög elegant glas, skál fyrir því!

    ReplyDelete
  4. Ábyggilega afar auðvelt að finna mynd í tölvunni þinni af Mountinu líka ef þú finnur hjá þér þörf fyrir fjallablogg en nennir ekki að standa upp til að taka mynd af því.

    ReplyDelete