Ég gleymdi alveg að grobba mig af því hvað ég var slyng í sölumennskunni í gær. Tvö dæmi:
Kona á sjötugsaldri handleikur rekaviðarspýtu. Á spýtuna hefur listfengur aðili málað mynd af veðurbörðum sjómanni í gulum regnstakk og með sjóhatt. Sjómaðurinn starir píreygur út í loftið. Fyrir neðan manninn stekkur lax.
"Hvað viltu fá fyrir þetta?", spyr konan (getur varla dulið aðdáun sína á spýtunni). Ég muldra (með pylsubita uppi í munninum), "bara, svona þrjúhundruð kall." Dóttur konunnar ber að og ræða þær spýtumálin drykklanga stund. Síðan byrjar konan að prútta af harðfylgi: "Myndirðu sætta þig við fimm hundruð?"
Kona í börbörrísfrakka brosir breitt þegar hún sér sækadelíska bakkann minn. Hún tekur hann upp og spyr um verð. Ég hugsa (eins og oft áður) "þrjúhundruðkall", en áður en ég nefni þá upphæð segi ég: Tja, mér þykir hann forljótur, hvað viltu gefa fyrir hann? Konan spyr óörugg: "Fimmhundruð kall?"
Eins og sjá má af þessum dæmum græddi ég fjögurhundruð krónum meira en ég átti skilið.
En hvað finnst ykkur um þennan vasa? Mér þykir hann voða kjút. Hann er ábyggilega þýskur en það er erfitt að ráða fram úr merkingunni. Enginn er fullkominn.
Í dag er dagur til að hugsa um fánýta hluti.
Þú ert náttúrutalent í sölumennsku. Og ég myndi sveia mér upp á að þessi sé heldur betur Vestur-Þýskur. Kjút? Ég veit það ekki.
ReplyDeleteJá, ég er nokkuð sannfærð um að hann sé þýðverskur. Mér finnst hann kjút af því að hann er svo lítill, varla nema 15 sm hár.
ReplyDeleteSeldirðu svo bleika bakkann og græddir á honum heilar tvöhundruð krónur!
ReplyDeleteMig minnir reyndar að ég hafi keypt hann á fjögurhundruð hjá Kristniboðurunum, þannig að gróðinn gæti hafa lagt sig á heilar hundrað krónur. Við skulum ekki gera lítið úr því.
ReplyDeleteMér finnst vasinn definitlí kjút en öskubakkinn eins og eitthvað sem hefur komið út um annan hvorn endann á veikum hundi.
ReplyDeleteMér finnst hann fallegur. Sérstaklega græni liturinn,
ReplyDeleteEyja sussusussu, lillabakkinn var...athyglisverður. Það er nú meira en sagt verður um margan bakkann.
ReplyDeleteHarpa, fyndið, mér finnst þessi vasi vera í bláum tón, sé ekki grænan. Það virðast vera afar teygjanleg mörk á bláu og grænu hjá fólki.
300 kallinn er kominn beint úr tenglinum sem vitnað er í:)
ReplyDeleteSeldirðu öskubakkann? Er ekki allt í lagi með þig?
ReplyDeleteElla, nú var það? Hrikalegt hvað maður er orðinn minnislaus. En þá græddi ég 200 kall, eiginlega tvöfalt:)
ReplyDeleteKrummi, langaði þig í hann? Hefðir bara átt að ropa því út úr þér fyrr.
Nú er ég svo aldeilis bit, ekki á pistlinum heldur því að ég hef ekki séð skrif frá þér síðan þú skrifaðir um munn og maga! Rambaði inn á þig gegnum Parísardömuna. Þarf greinilega að fá hjálp við að uppfæra minn rúnt. Takk fyrir stuðninginn mín kæra. Guðlaug Hestnes
ReplyDeleteBara gott að sjá þig Guðlaug:) Hér skrifa ég um gamalt dót sem ég rekst á úti um hvippinn og hvappinn.
ReplyDelete