Friday, April 8, 2011

Þessi litli grís fer á markað...



Fegurðin bládoppum klædd. Bollaparið, sem er á aldur við mig, verður til sölu á Eiðistorgi á morgun.

Mögulega þessi þokkafulla stytta frá Spáni líka, en hún er reyndar of verðmæt og fín með sig til að þvælast á gramsmarkaði. Hún er búin til af Nao postulínsverksmiðjunni frægu, og stimpillinn sýnir að framleiðsluárið var á bilinu 1970-1975. Senjorítan hávaxna (30 sm) er í stórglæsilegu ásigkomulagi og mundar blævænginn eins og hún hafi aldrei gert annað.

Norðmenn virðast hafa fundið upp þessa frumlegu leið til að nota ál. Fallegra en álpappír, verð ég að segja. Bakkinn er nokkuð myndarlegur, á að giska 20x20 sm (nenni ekki að mæla).Fjör fjör fjör.

Annar og enn skemmtilegri markaður fyrir þá sem unna gömlu dóti, verður að Þurá í Ölfusi þann 21.maí nk. Þar búa Rúna og Ari vinir mínir og þar verður svo gaman að jólin blikna í samanburði.

6 comments:

  1. Kjánalegt að ég skuli ekki vera fyrir sunnan núna.

    ReplyDelete
  2. Já, synd og skömm. En heldurðu að þú kæmist suður þann 21.? Þá verður sko "skransala" í gamalli hlöðu á Þurá.

    ReplyDelete
  3. Um hásauðburðinn?? Þú spyrð eins og þú hefur vitið til stúlka mín! (Hljómi eins og úr munni afar reyndrar og ráðsettrar sveitakonu)
    Ég á sko kassa með flóamarkaðsdóti sem ég vona að aðrir gætu viljað eiga þó að mig langi ekki lengur.

    ReplyDelete
  4. Ja, nú roðnaði malbiksdaman...

    ReplyDelete
  5. Hvar er Þurá? Spyr Guðrún C. miðbæjarrottan...

    ReplyDelete
  6. Þurá er í Ölfusi, milli Hveragerðis og Þorlákshafnar.

    ReplyDelete