Thursday, April 28, 2011

Nei, formæka.

Rakst á þetta skínandi skemmtilega bretti hjá Hernum. Það vekur upp minningar um öll eldhúsborð æsku minnar. Þetta er stórt bretti, 40 sm breitt. Á því eru tekkhandföng og undir eru tekklistar með einhvers skonar koparskrúfufótum. Ef brettið er ekki retró, þá veit ég ekki hvað það hugtak þýðir.


Í sömu ferð keypti ég upptakara með ógnarlöngu tekkhandfangi. Á upptakaranum stendur Rostfritt stål og dreg ég af því þá ályktun að hann sé frá dí núrdíske lande. Ekki spyrja mig af hverju upptakaraskaft þarf að vera 30 sm langt, en það er allavega lekkert.

10 comments:

  1. Jahá, ég myndi skilja þetta á skóhorni.

    ReplyDelete
  2. Einmitt. Það er kannski gagnlegt að eiga svona upptakara ef maður er að opna kókflösku sem hefur lent í gríðarlegum hristingi.

    ReplyDelete
  3. Hönnun, heitir þetta kona góð (þ.e. langa skaftið). Hitt er sko retró par excellence.

    ReplyDelete
  4. Ég hitti krakka um daginn sem vissi ekki til hvers upptakari var. Hann þekkti bara flöskur með skrúfuðum töppum og dósir.

    ReplyDelete
  5. Já, hávaxinn og grannur upptakari er hönnun, hvernig læt ég.

    En hvað verður um upptakara heims, ef börn eru hætt að þekkja þá? Og ég sem á m.a.s. einn sem er eins og Noregur í laginu.
    Svo var ég að lesa að síðasta ritvélafabrikkan hefði lagt upp laupana fyrir stuttu. Börn þekkja ekki ritvélar heldur og lítið við því að gera. Sikk er hún transit, tuttuttt...

    ReplyDelete
  6. Já, ég á einhverja upptakara hér og hef einmitt stundum spurt mig hvort þeir séu nokkurn tímann notaðir, m.a.s. gamaldags tappar á bjórflöskum eru komnir með einhvern furðulegan skrúffídus.

    ReplyDelete
  7. Vá, ég lenti í því í vinnunni fyrir tveimur dögum að 19 ára nemi þurfti leiðbeiningar við utanáskrift á umslag og álímingu frímerkis. Hún hafði ALDREI notað slíkt áður. Ester

    ReplyDelete
  8. Makalaust! Ætli við séum ekki að verða einhvers konar risaeðlur bara.

    ReplyDelete
  9. Þetta er mjög sérstakt bretti - varla kjötbretti og ekki heldur brauðbretti - of fínt fyrir skurðarförin. En fallegt til að bera fram ýmist kjötmeti, s.s. parmaskinka, salami, prosciuto og solleiðisss...
    Upptakarinn er flottur og kemur vel að notum til að opna flöskur hjá fólki sem situr í konungastúkum :)

    ReplyDelete
  10. Já, það er satt, þetta gæti jafnvel verið einhvers konar bakki.

    Upptakarinn er laglegur gripur, ábyggilega fín hönnun;)

    ReplyDelete