Tuesday, April 12, 2011

Eitt og þetta, hitt og annað

Eftir vinnu í dag fór ég í blómapottaleit í Góða hirðinn og Herinn úti á Granda. Óttaðist mjög að Þórdís væri búin að kaupa alla pottana en fann samt nokkra. Þarf að kaupa miklu fleiri, brenndi í Europris í þeim erindagjörðum en þeir áttu enga, þannig að ég neyddist til að kaupa sokka og krembrauð.

Blómapotturinn hér fyrir ofan er merktur Ellaþóra ´95 (held ég). Þekki ekki þá listakonu, en potturinn er fallega grænn að innan.

Snotur sósukanna og djúpur diskur frá Noregi.

Þessi hljóta að kallast mánaðarglös, kannast hlustendur við svona?
Hér fyrir neðan má sjá hluta af pottunum sem ég hafði upp úr krafsinu. Dágóður slatti og ég er sátt.

6 comments:

  1. Ég á einmitt svona sósuskál. Gef kettinum í hana.

    ReplyDelete
  2. Ég á engan kött. Gef bara Hjálmari uppstúf úr skálinni;)

    ReplyDelete
  3. Ég sá í Góða hirðinum tvo fína bolla með undirskálum úr Rörstrand Fokus-seríunni hans Stålhane. Hefði keypt þá ef ég ætti ekki fargan af bollum (og ef ég væri búin að koma mér upp fornsölu í kjallaranum).

    ReplyDelete
  4. hvar get ég keypt mánaðarglös

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ef verið er að leita að mánaðarglösunum íslensku er hægt að hafa samband við mig. Mamma mín er að selja öll 12 og einnig tvö sem eru merkt mamma og pabbi. hægt að ná í mig á hronn64@yahoo.com.

      Delete
    2. Ef verið er að leita að mánaðarglösunum íslensku er hægt að hafa samband við mig. Mamma mín er að selja öll 12 og einnig tvö sem eru merkt mamma og pabbi. hægt að ná í mig á hronn64@yahoo.com.

      Delete